Age Logic Krem
502723
Short description
Uppbyggjandi krem sem endurvekur starfsemi húðar, silkikennd áferð veitir húðinni mýkt og ferskleika. Háþróað krem frá GUINOT sem veitir húðfrumum þá einstöku hæfileika, að endurheimta frumuorku sína á ný og snúa þannig öldrunarferli þeirra við.
Age Logic inniheldur lífræna orkusameind ATP sem ásamt Oxynergine eykur súrefnisupptöku frumna með því að örva efnaskipti þeirra. Þetta ferli er frumum nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri og heilbrigðri starfsemi sinni.
Product information
Nánari lýsing
Description
Árangur
- Endurvekja starfsemi þreyttra frumna
- Örvar efnaskipti frumna og þar með ferli sem eru frumunni lífsnauðsynleg
- Endurheimtir mýkt og eflir varnarkerfi húðar sem stuðlar að bættu útliti
- Dregur úr hrukkum og fínum línum
Lykilinnihaldsefni
Stuðla að því að snúa við öldrunarferli húðfrumna
ATP - ADENOSÍNÞRÍFOSFAT: Lífræn orkusameind frumna sem geymir og flytur lífsnauðsynlega orku til frumna til að tryggja heilbrigða starfsemi þeirra.
CELLULAR LIFE COMPLEX + SEPITONIC: Inniheldur þá þætti sem nauðsynlegir eru fyrir starfsemi frumna og frumuendurnýjun.
ACTINERGIE: Ýtir undir efnaskipti hvatbera með því að virkja orkubirgðir í formi ATP og þar af leiðandi bæta frumuöndun. Örvar vöxt fíbróblasta og lagar þar með öldrunarþætti húðar og grynnkar hrukkur.
E OG C VÍTAMÍN + ANDSYKRANDI EFNI: Andoxandi, hindrar virkni stakeinda, örvar kollagenmyndun og hefur lýsandi áhrif. Andsykrandi efnin eru peptíðar sem hægja á slökun teygjuþráða og vernda vefi gegn oxandi streituþáttum.
Húðgerð Allar húðgerðir, Þreytt húð |
Umbúðir Krukka 50ml |
